SJÚKUM HJÚKRAÐ

Hjúkrunarkona með tveimur sjúklingum á sjúkrahúsinu við Mánagötu 5 á Ísafirði. 

Húsið var tekið í notkun 5. apríl 1897 og var forvígismaður að byggingu þess var Þorvaldur Jónsson héraðslæknir. Fór hann sjálfur til Danmerkur og keypti allan hús- og tækjabúnað en sjúkrahúsið þótti með þeim fullkomnustu á landinu á sínum tíma.

Gegndi það hlutverki sínu til ársins 1925 þegar nýtt og mun stærra sjúkrahús á Eyrartúni var tekið í notkun.

Myndin er tekin einhvern tímann á árunum 1920–1925 og er úr safni Jónu Guðmundsdóttur (1891-1975) sem var yfirhjúkrunarkona á Sjúkrahúsi á Ísafirði 1920–1934. 

Af vef Ljósmyndasafns Ísafjarðar

DEILA