Reykhólahreppur: Botnrannsóknir vegna hafnar- og vegagerðar

Við höfnina á Reykhólum. Mynd Björn Samúelsson

Við höfnina á Reykhólum eru menn frá Vegagerðinni með borpramma.

Þeir eru að kanna botnlag í höfninni á Reykhólum áður en hönnun hefst á nýju stálþili sem á  að reka niður utan á  gamla þilið.

Þegar stálþil eru endurnýjuð er það yfirleitt gert þannig að nýja þilið er rekið niður utan við gamla þilið, sem verður síðan hluti af fyllingunni í bryggjunni sem stækkar dálítið við þetta, auk þess sem viðlegukanturinn verður lengdur.

Að lokinni vinnu við höfnina á Reykhólum verður farið með borprammann vestur í Djúpafjörð og Gufufjörð til að kanna brúarstæði þar.

DEILA