Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi

Núna hafa sex tilkynnt framboð í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust.

Þau sem gefa kost á sér eru:

Gunnar Ingiberg Guðmundsson

Karl A. Schneider

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

Magnús Davíð Norðdahl

Pétur Óli Þorvaldsson

Sigríður Elsa Álfhildardóttir

Frestur til að gefa kost á sér í prófkjörinu rennur út kl. 14:00 á miðvikudag 3. mars og prófkjörið hefst sama dag og stendur til 13. mars.

Hafi 100 eða fleiri atkvæði verið greidd laugardaginn 13. mars 2021 kl. 15:00 telst prófkjöri lokið. Annars verður prófkjörið framlengt til mánudagsins 22. mars kl. 16:00 og öllum félagsmönnum Pírata boðið að greiða atkvæði.

DEILA