Lóa fyrir lands­byggðina

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið auglýsir Lóu – nýsköp­un­ar­styrki fyrir lands­byggðina. Hlut­verk styrkj­anna er að auka við nýsköpun á lands­byggð­inni, styðja við atvinnulíf og verð­mæta­sköpun og stuðla að uppbygg­ingu. Heildarfjárhæð styrkja Lóu árið 2021 er 100 milljónir króna

Hlutverk styrkjanna:

Auka við nýsköpun á landsbyggðinni.

Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.

Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk. Matshópur metur umsóknir í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda. Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla starf á forsendum svæðanna.

Umsóknarfrestur var til 9. mars en hefur nú verið framlengdur til 22. mars 2021.

DEILA