Línuívilnun afnumin frá og með deginum í dag

Frá og með 18. mars 2021 er felld niður línuíviln­un í þorski, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vefsíðu Fiskistofu.

Þar seg­ir að línuíviln­un í þorski verði aft­ur heim­iluð frá og með upp­hafi næsta tíma­bili sem hefst 1. júní 2021.

Tíma­bilið náði því ekki fram í maí eins og von­ir voru um þegar til­kynnt var að komið yrði á nýju þriðja tíma­bili sem átti að ná frá fe­brú­ar fram í maí og þannig brúa bil milli tíma­bila.

DEILA