Kafað í reyk á Hólmavík

Eins og allir vita eru æfingar mikilvægar þegar kemur að slysavörnum.

Þetta er þeim vel kunnugt um hjá Landhelgisgæslunni og gegna æfingar veigamiklu hlutverki í störfum varðskipsáhafna.

.

Ein slík æfing fór fram í síðustu viku þegar þegar reykköfunaræfing var haldin um borð í Fönix ST-177 á Hólmavík. 

Æfingar sem þessar tryggja að áhafnir Landhelgisgæslunnar geti brugðist örugglega við ef eldur kemur upp um borð í skipum á Íslandsmiðum. 

DEILA