Jarðskjálftar

Myndin sýnir stærð nokkurra stórra skjálfta á Íslandi og stefnu brotaflatar

Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotaflötum. Þeir gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.  

Helstu hættusvæðin á Íslandi vegna jarðskjálfta eru á þverbrotabeltum á Suðurlandi og Norðurlandi og þar hafa orðið stórir jarðskjálftar.   

Jarðskjálftar af stærðinni 6.6 og 6.3 urðu árin 2000 og 2008 á Suðurlandi.

Stórir jarðskjálftar um og yfir 7.0 voru á Norðurlandi árin 1755, 1838, 1910 og 1963.

Á Suðurlandi voru skjálftar um og yfir 6,5  árin 1784, 1896 og 1912 (sjá mynd). Skemmdir á eignum hafa oft orðið verulegar í stórum jarðakjálftum á Íslandi.

DEILA