Verum frábær í febrúar!

Nú þegar undir­rit­aður er sestur niður til að rita eitt­hvað um mikil­vægi hreyf­ingar í skamm­deginu og myrkrinu skjóta upp koll­inum fallegar laglínur Nýdanskrar: „Vetur konungur, í myrkrinu skín í hið illa á stundum. Þú ert enginn engill, hann máni er aldrei jafn fullur og þegar hann er með þér.“

Verum frábær í febrúar er hvatningarátak Vesturbyggðar og Tálknafjarðar og HHF til íbúa til áminningar um að hlúa að eigin hreysti og heilbrigði, sérstaklega núna þegar myrkrið virðist alls ráðandi.

Dreifibréf var sent í hús með það að markmiði að gera þriðju-, fimmtu- og laugardaga að hreystidögum í febrúar.

Einnig voru settar fram hugmyndir af því hvað hægt er gera nú fyrri hluta febrúar en ykkur mun berast annað dreifibréf fyrir seinni hluta mánaðarins.

Núna í febrúar er líka landsátakið „Lífshlaupið“ í gangi og hvetjum við alla til þátttöku í því.

Því miður er það of algengt að fólk glími við lyndisraskanir á þessum tímum.

Hlúum að okkur sjálfum, tökum eftir eigin líðan og leitumst við að gera það sem í okkar valdi stendur til að hafa líðan okkar ávallt sem besta.
Hvort sem það er með hreyfingu, næringarríkum mat, hugleiðslu eða jafnvel faglegri aðstoð.

Páll Vilhjálmsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi

DEILA