Þungatakmarkanir víða á Vestfjörðum

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að ástand vega á Vestfjörðum er ekki gott.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum frá kl. 08:00 föstudaginn 26. Febrúar 2021.

  • Djúpvegi 61 frá Vestfjarðavegi í Reykhólasveit að Flugvallarvegi 631 Ísafirði.
  • Innstrandarvegi 68 frá Laxárdalsvegi 59 að Djúpvegi 61.
  • Drangsnesvegi 643.
  • Laxárdalsheiði 59.
  • Vestfjarðavegi 60 að Flókalundi.
  • Barðastrandarvegi 62 frá Flókalundi til Patreksfjarðar.
  • Bíldudalsvegi 63 frá Patreksfirði til Bíldudals.
  • Þingeyrarvegi 622 og Vestfjarðavegi 60 í Dýrafirði að Djúpvegi 61.
  • Flateyrarvegi 64.
  • Súgandafjarðarvegi 65.

Ástandið er stöðugt til skoðunar og verður þungatakmörkunum aflétt um leið og ástandið leyfir það.

DEILA