Skemmtistaðir og krár fá að hafa opið til klukkan 22

Töluverðar breytingar verða á samkomutakmörkunum í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra.

Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir.

Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150.

Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann.

Núverandi reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smitaðra hér á landi undanfarið taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr.

Líkamsræktarstöðvar fá að taka við 50 prósent af leyfilegum fjölda en þó með þeim kvöðum að tuttugu mega að hámarki vera í hverju rými. 

DEILA