Í gær sagði Bæjarins besta frá breytingu á reglugerð um línuívilnun.
Nú hefur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritað nýja reglugerð um breytingu á reglugerð um línuívilnun.
Breytingin afturkallar fyrri ákvörðun um að línuívilnun falli niður frá og með deginum í gær.
Ekkert rof verður á henni þar sem tímabilunum hefur verið breytt. Í stað þess að II. tímabil gildi til loka febrúar, kveður reglugerðin á um að tímabilinu hafi lokið í gær 11. febrúar og í dag hefjist III. tímabil sem gildir út maí.
Ráðherra hefur þannig komið í veg fyrir að línuívilnun falli niður nú í febrúar.