Kampi ehf fær áframhaldandi greiðslustöðvun

Kampi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Héraðsdómur Vestfjarða veitti í dag Rækjuvinnslunni Kampa ehf á Ísafirði áframhaldandi greiðslustöðvun til 7. maí og verður sá tími notaður til þess að ná samningum við kröfuhafa.

Forráðamenn fyrirtækisins er bjartsýnir á að sá tími dugi til að ná samningum sem tryggi áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.

Hjá Kampa vinna á milli 40 og 50 starfsmenn.

Birnir ehf er stærsti eigandi með um 70% hlutafjár og Hvetjandi á um 10%

DEILA