Ísafjarðarbær selur gamlan Bedford dælubíl

Ísafjarðarbær hefur auglýst til sölu Bedford dælubifreið, árgerð 1962.

Bifreiðin kom til Suðureyrar í tengslum við magnkaup á slökkvibifreiðum frá Bretlandi á árunum 1970-1975.

Ástand bifreiðarinnar er sæmilegt, er gangfær og var á númerum. Ýmislegt smálegt þarfnast endurnýjunar.

Áhugasamir kaupendur geta hafi samband við Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, í síma 450 8000 eða á axelov@isafjordur.is.

Frestur til að skila inn tilboðum eru tvær vikur.

DEILA