Ísafjarðarbær: Félagasamtök fá styrk til greiðslu fasteignaskatts

Flateyri

Félög eða félagasamtök í Ísafjarðarbæ, sem eiga húsnæði þar sem eingöngu fer fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og/eða mannúðarstarf, hafa heimild til að sækja um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Sé hluti fasteignar notuð til annars en að framan greinir, svo sem til veitinga- eða verslunarrekstur eða til íbúðar fyrir aðra en húsverði eru fasteignagjöld lögð á m.t.t. slíkrar notkunar og styrkur til greiðslu fasteignaskatts aðeins veittur í hlutfalli við nýtingu húsnæðisins í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Hámarksstyrkur til hvers félags er kr. 130.000,- á ári, allt að 100% af fasteignagjöldum og holræsagjöldum viðkomandi eignar. Ekki er um að ræða styrki til greiðslu þjónustugjalda svo sem sorphirðu, lóðarleigu og vatnsgjaldi

DEILA