Drónar Fiskistofu

Fiskistofa hefur  alltaf leitað leiða til að bæta árangur sinn.  Þannig hóf Fiskistofa notkun dróna við eftirlit nú í janúar.

Nýtast þeir sem framlenging á augum eftirlitsmanna við aðstæður þar sem erfitt er að komast að til eftirlits. Er það mat Fiskistofu að notkun þeirra hafi ákveðinn fælingarmátt og varnaðaráhrif. Einnig er notkun drónanna ætlað að tryggja að ákvarðanir Fiskistofu byggi á réttum upplýsingum um málsatvik þegar upp koma brotamál.

Drónarnir hafa  einkum  gefið til kynna tilfelli þar sem um  er að ræða meint brottkast.

Sjö mál eru nú til rann­sókn­ar sem má rekja til eft­ir­lits með þess­um ný­stár­lega hætti. „Vænt­an­lega mun flest­um þeirra ljúka með leiðbein­inga­bréfi. Við reyn­um að gæta meðal­hófs. Þetta er nú nýtt eft­ir­lit og við reyn­um að benda mönn­um á að þetta eft­ir­lit er í gangi og ljúka ein­hverj­um mál­um með leiðbein­inga­bréfi sem síðan er fylgt eft­ir með áminn­ingu,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fiskistofu leitaði til Persónuverndar varðandi notkun drónanna. Fiskistofu er með lögum falið að fylgjast með framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og að hafa eftirlit með fiskveiðum.

Með hliðsjón af því var það mat Persónuverndar að vinnsla Fiskistofu á upplýsingum um refsiverðan verknað á þann hátt sem lýst var í erindi Fiskistofu til Persónuverndar falli undir lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Að öðru leyti gerði Persónuvernd ekki frekari athugasemdir við Fiskistofu um málið að svo stöddu.  

DEILA