SKÍÐASVÆÐIÐ TUNGUDAL/SELJALANDSDAL

Á Ísafirði er eina svigskíðasvæðið á Vestfjörðum.

Í Tungudal eru 3 nýjar lyftur og nýr skíðaskáli og mjög góð aðstaða fyrir alpagreinar, með fjölbreyttum brekkum fyrir alla.

Einnig eru þar alþjóðlegar keppnisbrautir fyrir svig og stórsvig. Skíðasvæðið er allt upplýst.

Á Seljalandsdal er mjög gott göngusvæði með merktum og upplýstum brautum, 5 og 10 km.

Hægt er að keyra á bílastæði við göngubrautir. Í Tungudal er troðinn 5 km hringur á golfvellinum og um skógræktina þegar snjóalög leyfa.

Símsvari á skíðasvæði: 878-1011.

DEILA