Íþróttir aftur leyfðar og við byrjum með hvelli, en þrír leikir verða sýndir í þráðbeinni hjá okkur um helgina segir í tilkynningu frá Viðburðarstofu Vestfjarða.
Á morgun, föstudag, verður leikur Vestra og Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik. Hefjast leikar klukkan 19:15.
Svo á laugardaginn klukkan 12:15 mun kvennalið Vestra í körfuknattleik taka á móti Grindavík.
Kvennalið Vestra er búið að leika þrjá leiki í haust. Unnið einn og tapað tveimur. Því miður var mótið stytt og umferðin sem þær unni í féll því niður. En þetta er sem sagt fjórði leikurinn þeirra á tímabilinu.
Svo seinna á laugardaginn, kl. 15:00, mun Hörður taka á móti ungmennaliðið Vals í Grill66 deildinni í handbolta.
Eins og áður sagði verður hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu.
Vestri – Selfoss | 1. deild kk – karfan |
Vestri – Grindavík | 1. deild kvk – karfan |
Hörður – Valur-U | Grill66 deildin – handbolti |
Áhorfendur eru því miður ekki leyfðir strax, því er eina í stöðunni að setjast fyrir framan skjáinn og horfa á í þráðbeinni hjá Viðburðastofa Vestfjarða