Snjóflóð féll fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð

Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð sem liggur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.

Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að veginum hafi ekki verið lokað en Veðurstofa Íslands sé að meta aðstæður og stöðuna almennt varðandi snjóflóðahættu.

Nánari upplýsingar verði veittar þegar málin skýrast frekar.

Hvatt er til þess að vegfarendur fylgist vel með upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eða hringi í upplýsingasíma hennar, 1777, um veður og færð á vegum.

Þá er óvissustig í gildi á Súðavíkurhlíð

DEILA