Hafís norðvestur af Vestfjörðum

Hafísröndin er um 26 sml norðnorðvestur af Kögri

Ískort var dregið eftir myndum Sentinel1- og Modis-gervitunglanna.

Hafísbreiðan nær vel inn fyrir miðlínu og var aðeins um 26 sjómílur norðnorðvestan af Kögri í gær.

Stíf austan- og norðaustanátt á þriðjudag og miðvikudag ætti í bili að hindra ísinn í að nálgast enn frekar.

Hins vegar geta aðstæður breyst mjög hratt miðað við vindáttir og strauma.

DEILA