Fræðslumiðstöðin stefnir á að byrja með Grunnmenntaskóla í lok janúar. Grunnmenntaskólinn er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem hefur ekki lokið framhaldskóla og er eldra en 20 ára.
Námið hentar líka þeim sem hafa ekki verið í námi lengi en langar að komast af stað aftur.
Námið skiptist á tvær annir. Á vorönn 2021 verður kennd íslenska, tölvu- og upplýsingatækni og námstækni.
Á haustönn 2021 eru stærðfræði og enska á dagskránni.
Fræðslumiðstöðin er í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði sem metur námið til eininga á móti undirbúningsáföngum í bóknámi eða sem val. Eins getur námið verið hluti af þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í tækninámi og Fisktækniskóla Íslands.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-20, auk tveggja laugardaga í mánuði (tímasetning á laugardögum verður ákveðin í samráði við nemendur).
Ef aðstæður í samfélaginu gera staðkennslu mögulega verður kennt í stofu en fjarkennsla stendur jafnframt til boða.
Umsjónarmaður námsins er Helga Konráðsdóttir náms- og starfsráðgjafi (helga@frmst.is, s. 456 5025 / 571 5056) sem gefur allar nánari upplýsingar.