Unaðsdalskirkja

Í Unaðsdal er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað á Snæfjallaströnd var flutt að Unaðsdal á 19. öld.

Var það ákveðið árið 1865 þegar síðasti Staðarpresturinn, séra Hjalti Þorláksson, lét af embætti.

Kirkjan var helguð Guði, Maríu guðsmóður og Pétri postula í kaþólskum sið.

Frá 1880 var kirkjan útkirkja frá Kirkjubólsþingum en frá 1928 frá Vatnsfirði. Þegar flest var, upp úr aldamótum, voru liðlega 350 manns á sálnaregistri í Unaðsdalssóknar. Gamla kirkjan er nú horfin, en móta sést fyrir hinu forna kirkjustæði og hringlaga garði.

Kirkjan, sem nú stendur í Unaðsdal, var byggð 1897. Hún er úr timbri með lofti og turni og stendur á sléttri eyri við ósa Dalsár.

Forn koparhjálmur úr Snæfjallakirkju er meðal góðra gripa og einnig altaristafla eftir Anker Lund (Kristur að lækna Bartimeus blinda) og Guðmundur „bíldur” Pálsson skar út stóra krossinn vinstra megin í kórnum. Kirkjan á einnig gamla ljósahjálma og altarisstjaka og tvær stórar klukkur í turni, önnur þeirra frá 1791.

DEILA