Nýja kirkjan í Árnesi

Ný kirkja var vígð í Árneshreppi á Ströndum árið 1991.

Kirkjan er teiknuð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt og er u.þ.b. 150 fermetrar að flatarmáli.

Byggingin skiptist annars vegar í kirkjuskipið, sem er um 100 fermetrar og tekur rúmlega 100 manns í sæti, og hins vegar skrifstofu sóknarprests, anddyri, fatahengi og snyrtingu.

Yfirsmiður við kirkjubygginguna var Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði í Árneshreppi.

Fyrirmyndin að ytra útliti hússins er sótt í stórbrotna náttúrufegurð svæðisins og er Reykjaneshyrnan sem er formfagurt fjall í sveitinni þar helst til hliðsjónar.

DEILA