Í frétt frá lögreglunni kemur fram að grjóthrun hafi orðið á Djúpveg í Hestfirði sl. sunnudag.
Um var að ræða bjarg á stærð við lítinn fólksbíl sem losnaði úr hlíðinni og valt út á veginn.
Vegagerðinni var gert viðvart og bjargið var fjarlægt.
Mikilvægt er að ökumenn gæti vel að sér, ekki síst þegar myrkur er eða skuggsýnt. Alltaf er möguleiki á grjóthruni eða snjóspýjum út á veg, þegar þannig viðrar.
Þá þurfti í tvígang í vikunni að aðstoða ferðalanga sem áttu í vandræðum vegna veðurs.
Á þriðjudag óskaði ökumaður eftir aðstoð á Skápadalshlíð á Örlygshafnarvegi eftir að hafa fengið á sig vindhviðu sem varð til þess að bíllinn snerist á veginum.
Eftir það hékk bifreiðin á vegbrúninni en ökumaður gat ekki hreyft hann sökum hálku.
Á föstudag var ökumaður í vandræðum á Gemlufallsheiði.