Þrjár breytingar gerðar á sóttvarnarreglum

Frá og með 18 nóvember verða þær breytingar á sóttvarnarreglum að í fyrsta lagi verður starf­semi rak­ara, hár­greiðslu­stofa, nudd­ara heimiluð en nota skal grím­ur og há­mark 10 manns í rým­i.

Í öðru lagi verða íþrótt­ir barna og ung­menna, með eða án snert­ing­ar heim­ilaðar.

Í þriðja lagi verður 25 manna há­mark í hverju rými í fram­halds­skól­um en fram verður þó tveggja metra regla og grímu­skylda ef ekki er hægt að upp­fylla hana.

Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir. Þá verður veitingastöðum áfram óheimilt að hafa opið lengur en til klukkan 21.

Tíu manna samkomubannið er enn i gildi sem þýðir til dæmis að inni á hárgreiðslustofu mega ekki vera fleiri en tíu viðskiptavinir í einu.

Á Vestfjörðum eru nú tveir í einangrun og 10 í sóttkví.

DEILA