Sauð­lauks­dals­kirkja

Sauðlauksdalskirkja Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel

Sauð­lauks­dals­kirkja sem nú stendur er byggð árið 1863 en áður hafði staðið kirkja í Sauð­lauksdal frá því snemma á 16. öld og þar áður bænhús um aldir.

Á árunum 1993-1997 var kirkjan alger­lega endur­byggð frá grunni og reynt að miða við upphaf­lega gerð.

Kirkjan er eitt fegursta guðshús landsins, látlaus í fegurð sinni og yfir­læt­is­laus og á marga merk­is­gripi og fagra.

Prédik­un­ar­stólinn og hjálmur hans þykja afar fagrir.

Að jafnaði er messað fimm til sex sinnum á ári í kirkj­unni.

Margir merkisklerkar hafa í gegnu tíðina setið í Sauð­laugksdal og nægir þar að nefna sr. Björn Hall­dórsson er fyrstur ræktaði kart­öflur á Íslandi og var umhugað um margs konar fram­farir í þjóð­lífinu.

Prestar sátu staðinn allt fram undir 1964 er síðasti prestur sem sat í Sauð­lauksdal fór til annars embættis.

Eftir það hefur sókn­inni að mestu leyti verið þjóðnað frá Patreks­firði að undan­skildu stuttu tíma­bili í kringum 1990 en búseta prests í Sauð­lauksdal hefur ekki verið síðan 1964.

DEILA