Ný bók um Spænsku veikina 1918

Nú á tímum heimsfaraldurs kemur út hjá Forlaginu afar forvitnileg bók um Spænsku veikina.

Höfundur bókarinnar er Ísfirðingurinn og sagnfræðingurinn Gunnar Þór Bjarnason

Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað til lands í miðju Kötlugosi á einu viðburðaríkasta ári tuttugustu aldar, 1918.

Hundruð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, aðallega ungt fólk í blóma lífsins og fleiri konur en karlar.
Mörg börn misstu foreldri. Þetta voru átakanlegir tímar með linnulitlum líkfylgdum og klukknahringingum.
Spænska veikin skildi eftir sig sár sem greru seint eða aldrei.

Í bókinni segir frá togarasjómanni sem kom úr siglingu þegar veikin var í hámarki og fannst eins og allt líf í Reykjavík væri slokknað og ástsælli söngkonu sem dó frá barnungri dóttur sinni.

Fleiri eftirminnilegir einstaklingar koma líka við sögu læknar, hjúkrunarkonur, ljósmæður og aðrir sem börðust hetjulega gegn sóttinni miklu en máttu sín oft lítils.

DEILA