Ekkert Covid á Vestfjörðum, þrír í sóttkví

Samkvæmt nýjustu tölum, sem sjá má á Covid.is er enginn smitaður á Vestfjörðum og einungis þrír í sóttkví.

Höldum samt áfram að passa okkur og grímurnar gera gagn.

Áfram eru sýnatökur á hverjum degi á Patreksfirði og Ísafirði en vegna óreglulegra samgangna er mismunandi hvenær dags þær eru.

Best er því að hringja í heilsugæsluna 450 4500 til að panta sýnatöku.

DEILA