Björgunarsveitin Kofri fær nýja bifreið

Björgunarsveitin Kofri hefur unnið að því á þessu ári að endurnýja vélaflota sinn.

Hefur sveitinni verið gert kleift með rausnarlegum styrkjum að festa kaup á nýjum björgunarsveitarbíl ásamt því að skipta út öðrum snjósleðanum fyrir nýjan.

Sveitin er nú mjög vel tækjum búin og er styrktaraðilum færðar bestu kveðjur og þakkir fyrir.

Næst komandi sunnudag milli 14:00 og 15:00 er íbúum Súðavíkur boðið að koma og skoða nýja tækjakostinn við slökkvistöðina á Langeyri.

Munum grímurnar og fjarlægðarmörkin.

DEILA