Tölfræði á tímum kórónuveiru

Hagstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi myndband í tilefni af alþjóðlega tölfræðideginnum sem var í gær.

Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum á árinu 2020, einkum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins (Covid-19) sem verið hefur í algleymingi.

Tölfræði er í lykilhlutverki þegar kemur að því að gera einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum kleift að átta sig á því sem er í gangi og veita áreiðanlegar upplýsingar svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.

Með því að fagna alþjóðlega tölfræðideginnum þann 20. október er lýst yfir stuðningi við mikilvægi þess að framleiða og styðjast við áreiðanlega tölfræði með það fyrir augum að auka almenna velferð.

Áhrifa kórónuveirunnar gætir víða í íslensku samfélagi. Í tilefni dagsins birtir Hagstofa Íslands myndband þar sem varpað er ljósi á þessi áhrif.

DEILA