Kynningarfundur fyrir fjarnema 2020 hjá Háskólasetrinu

Í dag þriðjudaginn 20. októberber frá kl. 17-18 verður haldinn kynningarfundur fyrir fjarnema í háskólanámi á Vestfjörðum.

Fundurinn fer fram á Zoom og er markmið hans að kynna þjónustu og starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða fyrir fjarnemum, efla tengsl þeirra á milli og segja frá aðstöðunni sem í boði er.

Einnig verður sérstaklega fjallað um aðstæður og gildandi takmarkanir vegna COVID-19.

Háskólasetrið er prófamiðstöð fyrir alla háskóla á landinu og því mikilvægt fyrir fjarnema að kynna sér vel það fyrirkomulag.

Eins gefst tækifæri til að spyrja og spjalla.

Nemendur sem þegar hafa hafði nám jafnt sem nýnemar eru velkomin til að mæta, deila reynslusögum og kynnast öðrum fjarnemum.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku á astrid@uw.is eða í síma 450 3043.

DEILA