Hertar aðgerðir vegna Covid

Frá fréttamannafundi 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um takmarkanir á samkomum á skólahaldi

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður.

Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.

Helstu tak­mark­an­ir:

All­ar tak­mark­an­ir ná til lands­ins alls.

10 manna fjölda­tak­mörk meg­in­regla.
– Heim­ild fyr­ir 30 manns í út­för­um en 10 að há­marki í erfi­drykkj­um.
– 50 manna há­marks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­un­um en regl­ur um auk­inn fjölda með hliðsjón af stærð hús­næðis­ins.
– Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um al­menn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reiðar, inn­an­lands­flug eða störf viðbragðsaðila.
– Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþing­is og dóm­stóla.
10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
Íþrótt­ir óheim­il­ar.
Sund­laug­um lokað.
Sviðslist­ir óheim­il­ar.
Krám og skemmtistöðum lokað.
Veit­ingastaðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið leng­ur en til 21.00.
Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra ná­lægðarmörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.
Börn fædd 2015 og síðar und­anþegin tveggja metra reglu, fjölda­mörk­um og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Und­anþágu­heim­ild­ir:

Ráðherra get­ur veitt und­anþágu frá tak­mörk­un­um vegna fé­lags­lega ómiss­andi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar und­ir fell­ur m.a. heil­brigðis­starf­semi og fé­lagsþjón­usta.
Ráðherra get­ur veitt und­anþágu við banni frá íþrótt­a­starfi fyr­ir ein­staka viðburði, til dæm­is alþjóðlega keppn­is­leiki.

Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt í næstu viku.

DEILA