Aukið eftirlit með hraðakstri

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið í notkun nýja ratsjá til hraðamælinga ökutækja.

Um er að ræða færanlega ratsjá sem búin er myndavél og getur mælt ökuhraða á sjálfvirkan hátt og myndað þau ökutæki sem mælast yfir leyfilegum hámarkshraða.

Tækið býður upp á þá möguleika að hægt er að stilla tækinu upp, einu og sér við veg/götu, eða í bifreið. Þannig mun hraðamælingar framvegis ekki eingöngu fara fram í merktum lögreglubifreiðum.

Notkun tækisins er fyrst og fremst til að stuðla að auknu umferðaröryggi.

Þess má geta að af og til hefur lögreglu borist kvartanir vegna hraðaksturs svo sem í íbúðahverfum.
Oft á tíðum hefur verið erfitt að sinna eftirliti við slíkar aðstæður.

Þeir ökumenn sem aka á löglegum hraða þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu tæki og hraðamælingum lögreglunnar.

DEILA