Tvö smit og tólf í sóttkví á Ísafirði

Heilbirgðisstofnun Vestfjarða. Ísafirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greindust tvö Covid-smit í dag á Ísafirði.

Samtals hafa tólf verið sett í sóttkví. Þeir bætast þá við þá átta sem fyrir voru í sóttkví og einn var í einangrun.

Smitrakning heldur áfram með sýnatökum og mótefnamælingum.

DEILA