Landhelgisgæslan var við þyrluæfingar í Djúpadal og á Bolafjalli í gær.
Æfingin var í samstarfi við starfsmenn á Bolafjalli.
Á þessum árstíma er einnig algengt að sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á sveimi seint að kvöldi því þegar hausta tekur hefst endurþjálfun þyrlusveitar með nætursjónaukum.
Sjónaukarnir eru afar mikilvægir þyrlusveitinni við björgunaraðgerðir í myrkri og eðli málsins samkvæmt er þýðingarmikið að dusta rykið af þeim eftir bjartar sumarnætur.