Þrjár fjöruferðir

Vestfjarðastofa stendur fyrir fjöruferðum.

Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur, höfundur bókarninnar Íslenskir Matþörungar, munu bjóða gestum og gangandi í fjörumó og leiða þá inn í gómsætan heim íslenskra matþörunga.

Þau munu kenna hvernig þekkja má algengustu matþörungana, hvernig má tína þá og verka á sjálfværan hátt ásamt því að gefa hugmundir að því hvernig má nota þá í matargerð.

Farnar verða þrjár fjöruferðir á Vestfjörðum

Föstudagur: Hólmavík

Mæting í Húsavík, við Steingrímsfjörð kl 16:00

Laugardagur: Ísafjörður

Mæting við Arnarnes, í Skutulsfirði, farið niður í fjöru fyrir neðan Fjósið í Arnardal kl 15:15

Sunnudagur: Vatnsfjörður, Barðaströnd

Mæting á bílastæðið við Gíslahelli, Hörgsnesi kl 13:30

Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímalega og klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í.

Þátttaka ókeypis og þátttakendur eru hvattir til að virða 2 metra regluna

DEILA