Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í öruggum höndum

Sigurrós Halldórsdóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er björgunarstjórnstöð sjófarenda og loftfara (Joint Rescue Coordination Centre, JRCC – Ísland) sem er sameiginleg eining MRCC og ARCC.
Stjórnstöðin er ábyrg fyrir skilvirkri skipulagningu leitar- og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og loftför og fyrir samhæfingu framkvæmdar leitar- og björgunaraðgerða innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins.

Í síðustu viku gerðist það svo að landið og miðin voru í einstaklega góðum málum þegar konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Hallbjörg Erla Fjeldsted og Sigurrós Halldórsdóttir, varðstjórar í stjórnstöðinni, stýrðu skútunni í Skógarhlíð af mikilli festu og sáu til þess að sjómenn og aðrir voru í öruggum höndum.

DEILA