Sjósund á Þingeyri

Hinrik Ólafsson hefur stundað sjóböð/sjósund í 15 ár og ætlar að leiðbeina um helstu atriði varðandi sjóböð á Þingeyri á fimmtudag kl.17:45 til 20:00

Hann fer yfir öndunaræfingar, öryggisatriði og búnað, og hvað sjórinn getur gert fyrir heilsuna.

Mæting er við sundlaugina og þaðan er gengið niður að sjó.

Gott er að nýta sér sundlaugina til að skipta yfir í sundfötin og njóta heita pottsins eftir sjósundið.

Gott er að vera með húfu, sundgleraugu, neoprene hanska og skó, ef ekki þá vettlinga og gamla strigaskó sem mega blotna í sjónum.

Hægt er að ganga niður að sjó í slopp eða með handklæði, en Hinrik segir að best sé að takast á við svalan strax, áður en farið er útí.

Viðburðurinn er án endurgjalds en þátttakendur kaupa sjálfir aðgang að sundlauginni.

DEILA