Sagan á bakvið Legó

Sögu Legó má rekja til ársins 1934 þegar Ole Kirk Christiansen stofnaði fyrirtækið LEGO í Billund í Danmörku en nafnið samanstendur af orðunum „leg godt“ sem gæti þýtt á því ástkæra ylhýra leiktu vel eða leiktu þér vel.

Fyrst var einungis framleitt viðarleikföng en árið 1949 byrjaði framleiðsla á kubbunum sem við þekkjum í dag.
Reikna má með því að Legó leikföngin hafi komið fljótlega til Íslands eftir að framleiðsla þeirra hófst á Danmörku enda samgangur milli landanna mikill.
Tengsl Íslands og Legó eru ennfremur sérstök því á sjötta áratug síðustu aldar fékk S.Í.B.S. leyfi frá Legó í Billund til framleiðslu á Legó kubbum og er það einsdæmi í sögu Legó.

Í dag er varla til það mannsbarn á Íslandi sem ekki á eða veit hvað Legó er enda hafa vinsældir Legó síst farið dvínandi.

71 kvikmyndir, þættir og stuttmyndir hafa verið búnar til í tengslum við Legó, átta Legó skemmtigarðar eru til í heiminum.

DEILA