Merkir Vestfirðingar: Magnús Hj. Magnússon

Magnús_Hj._Magnússon

Magnús Jörundur Hjaltason Magnússon, jafnan skrifaður Magnús Hj. Magnússon (6. ágúst 1873 – 30. desember 1916) var skáld og fræðimaður.
Magnús var fæddur og uppalinn á Vestfjörðum, og dvaldi þar lengstum. Hann stundaði alla ævi skáldskap og vísnagjörð, siðar fleiri ritstörf, og hélt dagbók í mörg ár sem síðar varð Halldóri Laxness uppspretta að Heimsljósi.

Magnús var fæddur að Tröð í Súðavíkurhreppi, en uppalinn í Önundarfirði. Hann var þreklítill og heilsuveill í æsku, en bráðgjör að gáfum, húslestrarfær 6 vetra og byrjaður að búa til vísur.

Magnús unni ritstörfum og lagði kapp á þau, að hætti fræðimanna fyrri tíma. Þau voru honum hvíld frá erfiði, skemmtun í tómstundum, fróun í sjúkdómi og armæðu.

Magnús bjó með Guðrúnu Önnu Magnúsdóttur en gat ekki gifst henni þar sem hann hafði þegið sveitarstyrk og þurfti að greiða hann upp til að mega ganga í hjónaband.
Það tókst honum aldrei og voru þau í óvígðri sambúð til æviloka og áttu saman sex börn en aðeins tvö komust á legg.

Magnús var helsta fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi eftir Halldór Laxness, sem nýtti sér dagbækur Magnúsar.

Árið 1956 gaf Gunnar M. Magnúss út ævisögu Magnúsar og kallaði hana Skáldið á Þröm og árið 1998 kom hluti dagbóka Magnúsar út undir heitinu Kraftbirtingarhljómur guðdómsins.

DEILA