Kortakallinn Smári

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýninguna „Kortakallinn Smári“ í Safnahúsinu því laugardagurinn 5. september er síðasti opnunardagur sýningarinnar.

Af því tilefni ætlar Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019, að efna til listamannaspjalls sama dag kl. 14.

Allir þeir sem eru ekki þegar búnir að gera sér ferð í Safnahúsið til að skoða sýninguna eru hvattir til að mæta á listamannaspjallið og skoða sýninguna um leið.

Hægt er að sjá á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt áhugaverða kortavinnu Smára.

Safnahúsið er opið kl. 13-16 á laugardögum en kl. 12-18 virka daga

DEILA