Körfubolti: Vestri fær nýjan leikmann

Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili í 1. deildinni.

Arnaldur er 18 ára gamall framherji sem hefur stærstan hluta ferilsins leikð með Val.

Hann er þó vel kunnugur parketinu á Torfnesi því haustið 2018 lék hann með drengjaflokk Vestra ásamt því að stunda nám í Menntaskólanum á Ísafirði.

Á barnsaldri bjó Arnaldur í Bolungarvík og hefur alla tíð haldið sterkum tengslum við Bolungarvík og Ísafjörð.

Arnaldur styrkir og breikkar hópinn fyrir komandi tímabil og er frábær viðbót í þá skemmtilegu blöndu af efnilegum og reynslumeiri sem skipa liðið.

DEILA