Ísafjarðarbær: Kynning á skýrslu HLH ráðgjafar

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar miðvikudaginn 30. september klukkan 19:30 þar sem Haraldur Líndal Haraldsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði kynnir skýrslu HLH ráðgjafar um úttekt á rekstri og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Skýrslan var til umræðu á bæjarráðsfundi í mars á þessu ári.

Fundinum verður einungis streymt á netinu en hægt verður að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur sem verður svo svarað að kynningu lokinni.

Tengill á streymi verður settur inn hér og á Facebook-síðu Ísafjarðarbæjar á fundardag.

DEILA