Flugfélagið Ernir – Ljóðasaga

Út er komin hjá bókaútgáfunni Gutti bókin Flugfélagið Ernir ljóðasaga í bundnu máli og myndum eftir Kristján Hreinsson.

Þetta er önnur bókin í flokki bóka sem hefur að geyma ljóðasögur. Sú fyrri var um Vélsmiðjuna Loga á Patreksfirði.

Í þessari bók yrkir Kristján Hreinsson um einstaka atburði í hálfrar aldar sögu Flugfélagsins eins og honum einum er lagið.

Á bókarkápu segir “ Hér er sögð saga Flugfélagsins Ernis í bundnu máli og myndum. Margt hefur gerst á hálfri öld og skakkaföll hafa skotið upp kollinum. En upp úr standa sigrarnir og allar ánægjustundirnar; fólkið sem hefur gert afrekin möguleg og hefur haft vilja, kjark og þor til að veita þeim vænghaf. Sigrarnir og fólkið; tækifærin verkefnin og samstaðan. Allt eru þetta þættir sem byggt hafa loftbrú milli hugmynda og framkvæmda – ávallt með farsæld fjöldans að leiðarljósi.

Um lognið á Ísafirði yrkir Kristján

Við elskum lognið okkar hér
Æ, ef við vissum bara,
hvað það gerir, hvar það er
og hvert það er að fara.

Og um Dornier 328 flugvélina

Sáttir herrar segja mér
og síst þeir munu ljúga
að Draumur sé á Dornier
um dali og fjöll að fljúga.

DEILA