Flateyri: Sundkýrin Sæunn – Útgáfugleði

Nú hefur þessari stórmerkilegu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni verið komið fyrir á barnabók.

Söguna skráir Eyþór Jóvinsson bóksali á Flateyri sem stendur vaktina í Gömlu Bókabúðinni sem er elsta upprunalega verslun Íslands.

Bókina prýðir fjöldi afar glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur og má með sanni segja að þær gæði söguna lífi.

Útgáfu bókarinnar verður fagnað með heitu súkkulaði og með því í Gömlu Bókabúðinni Í dag frá 17:00 til 18:00.

Höfundur les og bókin á sérstöku tilboðsverði.

DEILA