Bolungarvík: Strandveiði sumarsins var tæp þúsund tonn

Smábátar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bolvískir trillukarlar fiskuðu tæp þúsund tonn á strandveiði þessa sumars.

Mestur var aflinn í júlí en þá komu strandveiðibátar með 360 að landi, næstur kom júní með 292 tonna afla, þá maí með 177 tonn og lok ágúst þar sem 153 tonn bárust að landi.

Samtals eru þetta því 982 tonn sem er góð viðbót við annan afla sem landað er í Bolungarvík.

Það voru að jafnaði á milli 30 og 40 bátar sem stunduðu færaveiðar í strandveiðikerfinu í Bolungarvík í sumar og má því ætla að meðalafli bátanna hafi verið 25-30 tonn í sumar.

DEILA