,,Allir vinna” hefur verið framlengt

Fyrir tilstuðlan Bílgreinasambandsins var bílgreinin tekin inn í „Allir vinna“ hjá Skattinum fyrr á árinu, sem gerir það að verkum að frá og með 1. mars síðastliðnum hefur verið hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við bílaviðgerðir á fólksbílum.

Var þetta afrakstur mikillar vinnu af hálfu Bílgreinasambandsins sem hafði um nokkurt skeið barist fyrir því að bílgreinin yrði hluti af þessu úrræði hins opinbera.

Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi borist að „Allir vinna“ hefur verið framlengt út árið 2021 en upphaflega stóð aðeins til að leiðin yrði í gildi til næstu áramóta.

Var þetta kynnt í gær sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að mæta ástandinu vegna kórónuveirunnar og til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaðnum vegna Lífskjarasamningsins.

DEILA