Vatneyrarbúð á Patreksfirði

Vatneyrarbúð, sem byggð var árið 1916, hefur ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar bæði vegna upprunaleika og samhengis við önnur atvinnuhús í næsta nágrenni, vélsmiðju og salthús.

Einnig vegna innanstokksmuna og minja sem tengjast rekstri í húsinu og sem varðveist hafa í heild sinni.

Þá hefur húsið mikið umhverfisgildi í götumynd Aðalstrætis og staðarmynd Vatneyrarbyggðar.

Vatneyrarbúð var friðlýst af forsætisráðherra að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar.
Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins.

DEILA