Tré ársins er í Reykhólahreppi

Evrópulerki í Skrúð í Dýrafirði var tré ársins 1996

Formaður Skógræktarfélags Íslands Brynjólfur Jónsson hefur upplýst að félagið hafi tilnefnt tré ársins 2020.

Svo ánægjulega vill til að tréð er að Skógum í Þorskafirði.

Það verður kynnt við hátíðlega en látlausa athöfn að Skógum n.k. laugardag þann 29. ágúst kl. 14:00.

Þetta mun vera í 29 sinn sem fré ársins er valið

Stjórn Skógræktarfélags Íslands mætir og allir eru velkomnir en virða ber sóttvarnarreglur.

DEILA