Þar sem lognið á lögheimili

Mynd: Björgunarfélag Ísafjarðar

Þó svo lognið eigi lögheimili á Ísafirði getur það stundum flýtt sér, það gerðist seinnipartinn í dag þegar gámur sem stóð á bryggjunni á Ísafirði tókst á loft í einni hviðunni og skellti sér til sunds. Meðfylgjandi mynd er af facebooksíðu Björgunarfélags Ísafjarðar sem brást skjótt við og bjargaði þessum sérstæða sjósyndara á land. Mjög líklega hefur gámurinn ætlað sér að taka æfingu áður enn hann skráir sig í Sæunnarsundið á Flateyri.

bryndis@bb.is

DEILA