Ný lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla

Flugvöllurinn á Ísafirði.

Á samráðsgátt stjórnvalda hefur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birt upplýsingar um áform sín um ný lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla. Umsagnarfrestur er til 14. ágúst.

Í upplýsingaskjali ráðuneytisins kemur fram að lög um rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu séu dreifð, takmörkuð og jafnvel úrelt. Það vanti skýr ákvæði um hlutverk flugvalla í heildarsamgöngukerfi landsins og hvernig stefnumörkun samgönguyfirvalda skuli framfylgt.

Markmiðið sem stefnt er að er að uppfæra, einfalda og skýra lagaumhverfið.

„Horfa þarf m.a. til fenginnar reynslu af rekstri flugvallakerfisins, nýrrar eigendastefnu Isavia ohf., stefnu stjórnvalda í flugmálum og alþjóðlegrar þróunar. Við undirbúning frumvarpsins verður m.a. skoðuð löggjöf um flugvallarekstur í nágrannalöndunum og um aðkomu stjórnvalda að slíkum rekstri. Þá verður horft til áherslna og markmiða nýrrar flugstefnu, samgönguáætlunar og eigendastefnu Isavia“

bryndis@bb.is

DEILA